Skip to content

Sjálfbært lífeldsneyti

Brenni – Einfaldari Orkuskipti

Lífeldsneyti

Ný tækni í framleiðslu nýtir ekki lífmassa frá ósjálfbærum landbúnaði og keppir ekki við fæðuframleiðslu. Eldsneytið uppfyllir sömu gæðastaðla og hefðbundið jarðefnaeldsneyti

Hráefnið

Notaður er lífmassi sem ekki nýtist til matar. Timbur og úrgangur frá timburvinnslu er gott hráefni fyrir eldsneytisframleiðslu. Einnig má nota grastegundir og allar plöntur sem ræktaðar eru án tilbúins áburðar og eiturefna.

Orkuskipti

Rafmagn og vetni eru ekki alltaf bestu kostir í orkuskiptum. Bílar og skip með brunavélum verða til áfram og munu nota bæði lífeldsneyti og rafeldsneyti. Lífeldsneyti er einnig hagkvæmur kostur fyrir þotuhreyfla.

Framleiðslan

Brenni vinnur að uppbyggingu verksmiðju sem getur unnið eldsneyti úr fjölbreyttum lífmassa. Lögð er áhersla á þróa hitaniðurbrot (pyrolysis) til að ná mestri orkunýtni. Hydrothermal liquefaction (HTL) er afbrigði sem lofar góðu í niðurbroti lífmassa. Framleiðsla lífeldsneytis krefst einnig búnaðar til að hreinsa olíu og stilla eiginleika. Vetni sem nauðsynlegt er í framleiðslunni verður framleitt úr lífrænum hliðarafurðum.